Í nótt slóst ég ægilega við Einar Örn Sykurmola í draumi. Við vorum inni í gamalli og risastórri íbúð og það var fullt af fólki í kringum okkur, þ.á m. Sambó, en enginn skarst í leikinn. Einar reif upp viðargólflista og ætlaði að berja mig í klessu með honum en ég náði að teygja mig í járnstöng sem ég gat varið mig með. Þetta var blóðugt og hryllilegt. Sem betur fer vaknaði ég áður en Einsi murkaði úr mér líftóruna. Það er stórundarlegt að mig dreymi þennan mann; mér finnst mér hann reyndar hundleiðinlegur tónlistarmaður en það er ekkert að bögga mig svona dags daglega. Kannski sá ég hann í Bónus eða eitthvað án þess að taka eftir því.
8.9.09
Gotterí
Dlisted
Dúnja
Geimveran Tjess
Gott grín grín
Guðrún
Helga Þórey
PalliH
Sigurbjörn
Snilldur
STFU, Parents
Tinna Blaha
TinnaDK
Vegið úr launsátri
Fyrri færslur
- Ég á sennilega 40-50 pör af skóm en enda alltaf á ...
- Ég lufsaðist upp í matjurtagarð áðan ásamt nokkrum...
- Mig langar aftur til Sardiníu. Þessi haustsuddi le...
- Um daginn sat ég á klósettinu (einu sinni sem ofta...
- Mér líður kjánalega... systir mín bölvuð píndi mig...
- Og nú er ég bara komin úr því aftur. Fyndið mar.
- Mikið hlakka ég til að fara í frí.
- Ég, Sambó og litla systir kíktum í matjurtagarðinn...
- Þegar ég vinn í lottói ætla ég að láta draga Íslan...

<< Home