Í nótt slóst ég ægilega við Einar Örn Sykurmola í draumi. Við vorum inni í gamalli og risastórri íbúð og það var fullt af fólki í kringum okkur, þ.á m. Sambó, en enginn skarst í leikinn. Einar reif upp viðargólflista og ætlaði að berja mig í klessu með honum en ég náði að teygja mig í járnstöng sem ég gat varið mig með. Þetta var blóðugt og hryllilegt. Sem betur fer vaknaði ég áður en Einsi murkaði úr mér líftóruna. Það er stórundarlegt að mig dreymi þennan mann; mér finnst mér hann reyndar hundleiðinlegur tónlistarmaður en það er ekkert að bögga mig svona dags daglega. Kannski sá ég hann í Bónus eða eitthvað án þess að taka eftir því.
<< Home