Sæll, er september að verða búinn? Ég er ekki einu sinni byrjuð á verkefnalistanum mínum fyrir veturinn... sem er einmitt þessi:
- Prjóna ullarsokka á Sambó
- Læra að spila á gítar
- Læra að spila á hljómborð
- Kaupa mér hjól
- Baka fullkomið naan-brauð (kannski maður hringi í Eyþór til að fá tips)
- Borga upp yfirdráttinn minn
- Hlusta á allar Jethro Tull-plöturnar
- Hætta að fá unglingabólur
Mér sýnist að ég verði að fara að bretta upp ermar - það eru bara alveg að koma jól. Hver vill lána mér gítar?
<< Home