Harmsögur ævi minnar

29.9.09

Þetta tölvupóstskeyti barst mér í morgun:


From: Áskrift Morgunblaðsins
Date: 2009/9/25
Subject: Re: Staðfesting á uppsögn
To: hafdis@gmail.com

Uppsögn þín hefur verið móttekið og afgreitt [sic].
Uppsögnin tekur gildi um mánaðarmótin.

Með kveðju
Áskriftardeild
Morgunblaðsins

===============================================
Moggaklúbburinn

Allir skráðir áskrifendur eru félagar í Moggaklúbbnum og njóta
þar með tilboða um góð kjör á ýmiss konar afþreyingu; bíómiðum,
listviðburðum, bókum og hljómdiskum, auk þess sem, dreginn er út
glæsilegur ferðavinningur mánaðarlega.


Ég er hæstánægð með þetta. Hins vegar er ég ekki, og hef aldrei verið held ég, áskrifandi að Mogganum sem gerir málið dálítið furðulegt. Kannski ég og Sveinn Andri ættum að stofna klúbb fyrir fólk sem segir upp Mogganum án þess að hafa verið áskrifendur. Ég ætla að senda honum sms.