Harmsögur ævi minnar

26.10.09

Nei nei nei, nú liggur sambýlismaðurinn uppi í rúmi/stofusófa (einn og sami hluturinn á okkar heimili) og engist um af magaverkjum og almennri vanlíðan. Ætli þetta sé flensa? Hvert er hægt að flýja þegar maður býr í stúdíóíbúð? Og hugsa sér, ég fór í sleik við hann í gær og fleira. Ojojoj, þetta líst mér aldeilis ekki á. Ég er að spá í að éta heilan hvítlauk og skola honum niður með sjö lítrum af appelsínusafa með extra C-vítamíni. Svo mun ég maka mig út í lýsi til að búa til sýkladrepandi hjúp áður en ég leggst til hvílu við hliðina á smitberanum.

Ó, en ég flyt nú aldeilis ekki bara slæmar fréttir. Ég bjó til ótrúlega gott naan-brauð áðan. Eyþór Arnalds má fara að vara sig. Þá þarf ég bara að læra á gítar og eitthvað smá fleira... þetta er allt að koma.