Harmsögur ævi minnar

2.11.09

Ég og mamma ætlum að búa til slátur bráðum en mig langar miklu frekar til að nota dótaríið í að búa til splatter-mynd. Nóg af innyflum og blóði og svoleiðis. Svo er ég ekkert rosalega hrifin af slátri en ég held að það séu aðallega storknaðir mörkubbar sem pirra mig, ekki sláturbragðið sjálft. Það er þá bara eins gott að skera mörinn nógu smátt. Svona er nú líf mitt og pælingar æsispennandi.