Úff, þetta er búið að vera frábært en er líka alveg komið gott. Ég hvorki get né vil borða/drekka/letingjast meira. Nú má nýja árið byrja almennilega með öllu því sem fylgir... þ. á m. innantómum loforðum um að borða hollari mat, fara meira í ræktina, lesa meira, vera betri manneskja og það allt. Já já, þetta er mjög spennandi allt saman. Ég ætla bara að setja mér einhver létt markmið eins og taka lýsi (geri það hvort eð er) og kannski æi, hækka um nokkra sentimetra. Það er óþarfi að rífa sjálfan sig niður yfir hlutum sem maður veit að aldrei gerast. Eins og maður verði eitthvað betri manneskja á nýju ári, hohoho, I think not my friend.
<< Home