Átti þetta símtal við ástkæran sambýlismann minn áðan:
Sambó: „Ég var að spá í að kaupa kannski skyr eða eitthvað í kvöldmatinn... eða súrmjólk.“
Deeza: „Jaaaaá, ég borðaði samt súrmjólk í morgunmat. Og jógúrt eftir hádegismatinn. Sú jógúrt varð reyndar valdur að því að ég þurfti að hlaupa heim og skipta um föt.“
S: „Haaaa? Æi, kúkaðirðu á þig?“
D: „Whaaaaat?!“
S: „Nei, þú veist, ég meinti ekki að þú hefðir kúkað á þig, eða sko, hélt kannski að það hefði komið smá bónus.“
D: „RAGNAR, ÉG HELLTI NIÐUR Á MIG!“
S: „Aaaah, svoleiðis...“
<< Home