Harmsögur ævi minnar

29.3.10

Ég smellti á auglýsingu um þessa síðu af Facebook í dag. Nú ætla ég svo sem ekkert að dæma um það hvort til séu plástrar sem „senda frá sér ákveðna ljósorku á ákveðinni tíðni þegar þeir koma inn í hitasvið líkamanns með skilaboðum til líkamans um að gera hitt og þetta, bæta og laga eitt og annað“. Hins vegar set ég spurningamerki við aðrar upplýsingar sem þarna koma fram. Þarna er dásamað eitthvað sem kallað er MLM, eða Multi-level marketing (MLM - Mest vaxandi viðskiptagrein veraldar og gerir flesta einstaklinga fjárhagslega sjálfstæða.“) Á síðunni eru taldir upp nokkrir kostir MLM. Fyrsta atriðið er þetta: 


„1 - Er algengasta leiðin til fjárhagslegs frelsis. Meira en 50% fjárhagslegra sjálfstæðra einstaklinga eru að starfa við MLM“ (hægt að smella á mynd til að sjá stærri).




Sko hérna... hvers kyns tölfræði er þetta eiginlega? Er verið að tala um að helmingur allra fjárhagslegra sjálfstæðra einstaklinga í heiminum stundi þetta MLM? Ég þekki nefnilega engan. Jah, engan nema kærustuna hans Dwight Yorke. (Við náttúrulega þekkjumst ekki í alvörunni en mér finnst ég þekkja hana, já og þau bæði reyndar. DV.is gerir ekki annað en að birta „fréttir“ af þeim og lets feis itt, þetta er bara of gott stöff.) En sem sagt: Ég veit um eina manneskju. Eruð þið öll hin sem ég þekki þá fjárhagslega ósjálfstæðir aumingjar og bótasugur? Og ég líka kannski? Þetta er alls ekki gott mál.