Ég er í frí-krísu (frísu?). Ég var búin að lofa sjálfri mér að fara ekkert til útlanda í sumar. Aðallega vegna þess að ég var í þrjá mánuði að borga kreditkortareikninginn minn eftir ferðina síðasta sumar. Núna er ég samt alveg að drulla í brækurnar, mig langar svo mikið út. Ég er búin að vera að glugga í gegnum orlofshúsasíðuna hjá stéttarfélaginu mínu í von um að sjá eitthvað girnilegt innanlands í staðinn. Ég er reyndar ekkert viss um að það kosti minna og svo er það líka hægara sagt en gert þegar maður er bíllaus. En hvað um það, ég stakk upp á því við Sambó að við myndum leigja okkur hús í Hrísey. Það er örugglega geggjað kósí og rómantískt. Yfir því fussaði hann og sveiaði eins og enginn væri morgundagurinn. Hann væri hugsanlega til í viku á Akureyri... en helst vill hann halda sig við suðvesturhornið. Köfun á Bali verður víst bara að bíða... ætli ég neyðist ekki til að hanga í sjoppunni á Laugarvatni í staðinn. Í sárabætur mun ég leyfa mér að ganga allan daginn í flíspeysu og borða mikið af kokkteilsósu.
22.3.10
Gotterí
Dlisted
Dúnja
Geimveran Tjess
Gott grín grín
Guðrún
Helga Þórey
PalliH
Sigurbjörn
Snilldur
STFU, Parents
Tinna Blaha
TinnaDK
Vegið úr launsátri
Fyrri færslur
- Þegar ég verð stór langar mig í risastórt eldhús m...
- Tvær systur rölta saman í Háskólabíó á tónleika: ...
- Síðan síðast er ég búin að: Fá skemmtilegan útlend...
- Það er eitthvað fluffedífluff í gangi með þessi ko...
- Hvað er eiginlega að gerast með tímann? Hvernig ge...
- Ég fékk þennan dásamlega tölvupóst áðan: Nudd á ...
- Stærsti gallinn við að eiga ekki bíl er að þurfa a...
- Jæja, fimm dagar liðnir og ég hef barasta ekkert s...
- Átti þetta símtal við ástkæran sambýlismann minn á...
- Ég horfði á Goodfellas einu sinni sem oftar um dag...
<< Home