Harmsögur ævi minnar

26.4.10

Það er alltaf svo myglað að mæta í vinnu aftur eftir frí... þó það hafi ekki verið nema fimm daga. Maður er ótrúlega fljótur að venjast því að hanga.

Annars er það helst að frétta af mér og Sambó að við höfum farið hamförum í eldhúsinu það sem af er árinu. Alltaf að prófa eitthvað nýtt og framandi. Ég er t.d. með grasker heima sem bíður þess að vera notað í eitthvað frábært. Þó heppnast ekki allir réttir jafn vel. Við gerðum t.d. ofnbakaða borgara úr túnfiski og kjúklingabaunum um daginn. Þeir voru bragðgóðir en alveg sjúklega þurrir. Við vorum svona eftir að hafa borðað þá:



Olíu í þá næst, ekki spurning.