Ég hef verið svo miður mín yfir þessu klúðri hjá YouTube að ég hef ekkert getað bloggað. Hvernig dirfast þeir að láta myndbandið ekki passa á síðuna mína? Dusilmenni.
Annars var ég að klára bækurnar um Þórberg eftir Pétur Gunnars og datt í hug hvort maður ætti ekki að henda sér í dálítið ítarlegri dagbókarskrif, rétt eins og Þórbergur. T.d. „14:35 Hafði hægðir. 17:10 Fór í klippingu.“ o.s.frv. Það yrði æsispennandi lesning fyrir barnabörnin.
Ég held nú reyndar óhefðbundna dagbók, eiginlega svona jafnvægisdagatal. Grænt er merkt við daga sem innihalda hreyfingu. Gult er merkt við daga sem innihalda bjór. Stefnan var að grænu dagarnir yrðu fleiri en gulu dagarnir. Niðurstaðan er því miður allt önnur. Augljóslega. Ég verð að hætta að níðast á mér með markmiðum sem ég mun aldrei ná. Eina sem ég uppsker er líf í stöðugu samviskubiti. Ég held hreinlega að ég ætti að taka upp kaþólska trú.
<< Home