Nú er illt í efni. Ég er ógeðslega svöng en til þess að búa mér til eitthvað að borða þyrfti ég fyrst að vaska upp. Því nenni ég alls ekki. Í ofanálag er ég með djöfullegan hausverk en eina verkjalyfið sem er til á þessu heimili er Parkódín Forte (síðan Sambó fór í einhvern uppskurð). Ég kýldi eina svoleiðis í kokið á mér áðan... kannski slæ ég bara tvær flugur í einu höggi; losna við hausverkinn og dett í lyfjadá. Þá þarf ég náttúrulega ekkert að fá mér að borða. Sem væri snilld.
<< Home