Ég virðist hafa blikkað augunum og allt í einu er árið 2010 að verða búið. Í tilefni af því ætlaði ég að fara yfir áramótaheitalistann minn og sjá hverju ég hefði áorkað. Ég hélt ég hefði bloggað lista en nú finn ég ekki neitt. Ég veit þó að ég bakaði naan-brauð en ég veit líka að ég lærði ekki að spila á gítar. Bæði þessi atriði voru á týnda listanum en ég man ekki eftir neinu öðru. Þá ætla ég bara að búa til nýjan lista fyrir 2010:
- Fitna um 5 kíló. Check.
- Drekka 700 bjóra. Check.
- Búa ennþá í 35 fermetrum. Check.
- Lesa margar skemmtilegar bækur. Check.
- Slasa mig í hnénu í fótbolta. Check.
- Hanga mikið með ótrúlega skemmtilegu fólki. Check.
- Ekki eignast börn. Check.
Fínn listi, og nei, það er ekki svindl að gera lista aftur á bak. Þetta er mitt blogg og ég segi það.
Annars er fínt að fá vetur. Jól og svona. Lífið er algjörlega dásamlegt þessa dagana.
<< Home