Harmsögur ævi minnar

20.12.10

Konan á skrifstofunni við hliðina á mér er viss um að hún sé að fá ælupest en neitar að fara heim úr vinnunni. Ég sver það að ef ég smitast og verð gubbandi á aðfangadag þá mun ég fara heim til hennar og lemja hana í klessu. Og æla yfir jólamatinn hennar.