Desember er æði. Ég hendi upp pínkulitlu plastjólatré og set seríu í gluggann og voilá, allt tilbúið. Árið 2007 gerði ég þau heimskulegu mistök að senda jólakort en ég ákvað að gera það ekki aftur og minnkaði þar með stressið um 90%. Nú er bara að byrja að hita upp magann. Kannski ætti ég að fá mér spari-jogginggalla... þessi venjulegu spariföt eru alltof heftandi þegar maður er búinn að troða aðeins í sig (og leiðinlegt að þurfa að hneppa frá í jólaboði hjá ömmu). Ég þyrfti eiginlega að redda mér óléttubuxunum sem Joey í Friends fór í þegar hann þurfti að éta heilan kalkún.
<< Home