Harmsögur ævi minnar

4.1.11

Mig dreymdi að ég hefði verið á tónleikum með Gino Paoli. Hann mundi ekki hvað lagið hét sem hann var að spila svo ég hvíslaði því að honum. Hann hreifst svo af mér að hann sendi mér gjafakörfu heim. Eða réttara sagt tróð henni inn um baðherbergisgluggann því ég vildi ekki opna fyrir honum. Undarlegur andskoti. Draumfarir mínar hafa verið vægast sagt skrýtnar undanfarið... ætli það sé ekki allur maturinn og áfengið.

Annars hefst árið að sjálfsögðu á fögrum fyrirheitum. Ég ætla t.d. ekki að bragða áfengi fyrr en í fyrsta lagi 28. janúar. Svo ætla ég líka að borða fullt af hollum mat og minna af sykri. Og fara í ræktina. Og læra á gítar. Og hætta að fá bólur. Og vera minna pirruð. Þetta verður geggjað. Hvernig getur annars verið komið 2011? Er þetta eitthvað grín?