Er ekki að koma einhver árshátíðatími? Þá er nú eins gott að passa sig að vera upptekinn við annað, enda fátt viðurstyggilegra en 1000 manna fyrirtækjaböll í íþróttasölum. Nú, eða á Hótel Íslandi. Skemmtiatriðin leiðinleg og maturinn ekkert spes. Ég veit svo ekki hvort það eru leifar af einhverjum ónotalegum menntaskólaballaminningum en ég fyllist hryllingi við tilhugsunina um það að ráfa blindfull um myrkvaðan, alltof stóran og alltof fjölmennan ballsal í leit að einhverjum sem ég þekki, borðinu mínu, klósettinu, barnum eða bara einhverju. Í menntaskóla var maður náttúrulega annaðhvort að leita að einhverjum til að fara í sleik við eða að klósettinu til að geta ælt í það. Maður er nú blessunarlega laus við hvort tveggja núna (svona að mestu).
En nei, þá vil ég nú heldur sitja á Danska barnum í gúddí fílíng, takk fyrir pent.
<< Home