Harmsögur ævi minnar

14.2.11

Já einmitt, það er Valentínusardagur í dag. Þetta veit ég vegna þess að Feisbúkkið er stútfullt af kommentum eins og: „Fuss og sveiattan! Það er sko ekki haldið upp á Valentínusardag á mínu heimili“ og „Tek ekki þátt í einhverju bandarísku rugli, er ekki nóg að hafa konu- og bóndadag?“.

Mér finnst ósköp eðlilegt að halda ekki upp á eitthvað, sama hvað það er, en af hverju eru svona margir ótrúlega mikið á móti þessum degi? Er þetta eitthvað verri dagur en hver annar? Má fólk ekki bara alveg halda upp á Valentínusardaginn ef því sýnist svo? Er þetta kannski eitthvað hættulegt? Voðalega er mikið af neikvæðum nonnum þarna úti.