Harmsögur ævi minnar

31.3.11

Ég er sjúklega lítið spennt fyrir Eurovision (af hverju Evróvisjón? Af hverju þá ekki Evrósýn?), aldrei þessu vant. Íslenska lagið er svo döll að maður gleymir því meðan það er ennþá í gangi, ekkert hægt að hafa neitt skemmtilegt þema og bara allt í eymd og volæði. Ég ætla hugsanlega bara að velja mér annað land til að halda með. Mér líst t.d. svaka vel á þennan frá Möltu:


Albanía er líka nett:


Hellað gott þema - allir með rautt hár. Ég hef svo sem ekki heyrt neitt af þessum lögum en það er algjört aukaatriði. Aðalmálið er að sjálfsögðu að vera fullur og í megastuði. Vúhú.