Ég er alveg handviss um það að í sögu íslensks veðurfars hafi apríl aldrei verið jafn viðbjóðslegur og núna. Þetta er svo viðurstyggilega lífsletjandi að ég hef ekki einu sinni orku í það að vera pirruð og steyta hnefann reiðilega í átt að himni. Heima hjá mér er allt í drasli og ég hef ekki nennt að þvo þvott lengi lengi. Enda er ég komin í síðustu hreinu nærbrækurnar mínar og veit eiginlega ekki hvað ég á að gera í því. Ég gæti þvegið í kvöld... njeeeh, not gonna happen. Ég gæti snúið sæmilega hreinu pari á rönguna, nú eða bara farið nærbuxnalaus í vinnuna. Ég ætla að hugsa málið í nótt. Svo er ég svöng en til að elda þarf ég fyrst að vaska upp... njeeeh, not gonna happen. Ég verð bara að naga siggið af hælunum á mér. Eða éta vaselín. HVAR ER VORIÐ MITT?!
Auk þess legg ég til að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn verði lagðir í eyði. Takk fyrir.
<< Home