Mikið er gott að vera í páskafríi, nú eða bara einhvern veginn fríi. Ég og Sambó erum með mikla veislu í bígerð... reyndar ætluðum við að grilla aðalréttinn en veðrið er svo snældubrjálað að ég veit ekki hvort það verður hægt. Ég er svo sífellt að fylgjast með panna cottanu mínu inni í frysti. Aðallega af því að ég er svo spennt yfir því að hafa verið að nota matarlím í fyrsta skipti. Þ.e. í mat, ekki til að búa til rúður í barbíhús og svoleiðis. Þetta verður væntanlega sturlað.
Svo eftir helgi kemur sumarið. Ég finn það í mjöðminni.
<< Home