Búin að kaupa næstum allar jólagjafir, pakka inn og merkja. Heittelskaður sambýlismaður sá eini sem er eftir. Það vill þannig til að téður sambýlismaður á líka afmæli á jólunum þannig að þetta er alltaf helvítis bögg. Og hver á svosem pening í desember?? Gat hann ekki fæðst í júlí eða eitthvað??!! Ég var svo tillitssöm að fæðast í september þannig að allir eiga afgang af sumarhýrunni sinni þegar ég býð í veislu. Mjög praktískt. Látið ykkur þetta að kenningu verða - þið vetrarafmælispakk!
<< Home