Harmsögur ævi minnar

3.4.03

Ég sé að brjóstamyndin mín hefur valdið nokkru fjaðrafoki, enda glæsileg mynd. Ég verð nú reyndar að taka undir með Beddu að þetta eru ógeðsleg tól. Mikið er ég nú fegin að vera nánast flatbrjósta. Ekki vil ég enda svona?

Annars er komið að stóru stundinni í dag því við skötuhjúin ætlum að tölta upp í Blóðbanka. Ég er nú ekkert viss um að sambýlismaðurinn megi gefa blóð, ennþá með tunnuóværuna utan á sér. En við fáum þó samt að vita blóðflokkana okkar. Og fáum að borða kökur.

Dóra frænka er nú svo mikill klikkhaus að hún gengur með spjald á sér þar sem er útskýrt í hvaða blóðflokkum börnin manns geta orðið ef þú veist þinn flokk og maka þíns. Og það er nú svo skrýtið að allir geta eignast börn í O, nema ef annar aðilinn er AB. Freaky eh?