Jæja þá erum við loksins búin með súkkulaðikökuna sem mamma gaf mér. Úff. Nú getum við farið að borða hollan mat loksins. Ég er alltaf á leiðinni að taka upp heilbrigt líferni en það kemur alltaf eitthvað upp á sem rústar því. Jól, afmæli, fermingarveislur, páskar, skemmtilegt í sjónvarpinu, nenni ekki að elda, you name it.
En ég var að spá, af hverju er maður alltaf að setja sér markmið eins og þessi: "Ég ætla að léttast um þrjú kíló fyrir sumarið"??? Af hverju ekki: "Ég ætla að þyngjast um tíu kíló á þessu ári"? Er það e-ð verra? Eða fær maður krabbamein í ristilinn ef maður borðar bara fitu og sykur? Og skemmdar tennur?
Æi ég veit ekki - það virðist bara allt hollt skemmast í ísskápnum hjá mér. Bý reyndar með manni sem er hræddur við allt sem er með undir 50% fituinnihaldi og myndi djúpsteikja allt ef við ættum djúpsteikingarpott. Oh well... maður flýr víst ekki örlög sín.
<< Home