Ég hef tapað baráttunni við sambýlismanninn - sjónvarpið hefur verið sótt.
Í þrjá mánuði hef ég barist fyrir sjónvarpslausri tilveru og haft erindi sem erfiði þangað til í dag. Ég neyddist eiginlega til að láta undan, enda sambýlismaðurinn orðinn afar pirraður á þessu öllu saman - vill fara að horfa á formúlu og þýska boltann og svona.
Það verður þá bara ekkert lært. Ég sem er búin að vera svo löt og þyrfti einmitt að fara að kíkja í bækurnar.
Jæja gotta go, það er að byrja According to Jim, á eftir því Yes Dear, svo kemur Will & Grace og svo uppáhaldið mitt the Practice og því næst Abre los ojos. Sjáumst í sumar.

<< Home