Eyddi gærdeginum í mikilli þynnku. Hefði nú svosem mátt vita það; drekk yfirleitt ekkert nema léttvín og Martini en slysaðist í gin og tónik á laugardagskvöldið. Eftir slatta af rauðvíni og Baileys.
En semsagt... reisti varla höfuð frá kodda nema til að kasta upp og gerði mikið af því. Hallast ég helst að því að uppköst séu verkfæri djöfulsins. Það er alveg merkilega andstyggilegur og óeðlilegur verknaður.
Þetta er samt svolítið sniðugt því við erum þá þrír vinirnir sem spúðum þessa helgina; ég, Tobbalicious og Óli. Ef fleiri hafa lent í því mega þeir alveg láta mig vita. Þá er nú greinilega eitthvað alheimssamsæri í gangi.
<< Home