Harmsögur ævi minnar

23.3.03

Jæja, vorum hjá fyrrverandi landlordi í mat í kvöld, þ.e.a.s. föður Deezu - og kannski tilvonandi tengdaföður Tobbaliciousar. Var þar snætt dýrindis lamb með frábæru meðlæti, rauðvíni og látum. Seinna - þegar menn voru komnir í gin og tónik urðu heitar umræður um Íraksstríðið, Kúbudeiluna og harðstjórn Talibana í Afganistan, að ógleymdum Bandaríkjamönnum og Frökkum.

A.m.k. varð niðurstaðan þessi:

Deeza og sambýlismaður hennar eru kommúnistar (að því er sumir segja).
E.R. elskar Donald Rumsfeld.
Frakkar eru hrokafullir kynvillingar.
George Bush þarf að deyja.
Stjórnmál á Íslandi eru hlægileg sandkassapólitík.