Harmsögur ævi minnar

18.3.03

Þá eru allir búnir að taka próf um það hvaða karakter úr Will & Grace þeir séu og flestir eru tíkin Karen nema Friðsemd, hún var Grace. Prófin heita eitthvað "find your gay personality punktur kom" en hvorki Karen né Grace er gay svo þetta er augljóslega bara bull.

Svo er spurning: Hvað gerir hún Birgitta Haukdal ekki? Hún er nú meiri stelpan. Alltaf uppi á fjöllum í rafting og svona... að borða Rís súkkulaði eins og allir sem fara í fjallaferðir. Og svo hakkar hún í sig Doritos flögur og skolar ófögnuðinum niður með ííísköldu Pepsí. Og syngur í Júróvisjón. Og er í hljómsveit. Og á skítamóralsstrák fyrir kærasta. Og er þetta líka sólarstrandabrún allan ársins hring.

Þetta er ekki mannlegt andskotinn hafi það...