Nenni ekki að mæla mig ef ég skyldi ennþá vera með hita. Það er ekki til neins þar sem ég þarf hvort sem er að fara í skólann, veikindi eður ei.
Fékk mér kanilte áðan til að mýkja hálsinn og losna við óvelkomið slím úr öndunarvegi. Teið var reyndar upphaflega ávaxtate en síðan Jóhanna hitaði kanilsnúða í örbylgjuofninum um daginn bragðast allt sem úr honum kemur eins og kanil-eitthvað. Sem er ágætt, mér finnst kanilbragð gott.
Kannski ég vaski svo upp áður en leirtauið skríður sjálft út í ruslageymslu.
<< Home