Harmsögur ævi minnar

5.3.03

Af hverju...

þarf maður alltaf að vera á síðustu stundu með allt? Allar ritgerðir og heimaverkefni skulu alltaf unnin nóttina fyrir skiladag. Nú ætti ég að vera að klára Erasmus-umsóknina mína ef ég ætla til útlanda næsta vetur. En af því að skilafrestur er til 15. mars er ég sallaróleg yfir þessu.
Kannski ég geri þetta á eftir. Kannski ekki. Við sjáum til. Mig langar nefnilega til útlanda, ég nenni bara ekki að standa í veseni!