Er þá ekki sambýlismaður minn búinn að smita mig af einhverju ógeði. Og þá er ég ekki að tala um neinn kynsjúkdóm, nei nei nei, heldur svona beinverkja- og sljóleika kvefpest. Það er súrt í broti, það er sko enginn tími til að vera veikur núna í svona góðu veðri og prófin að nálgast.
Annars er ég búin að rekja uppruna pestarinnar til litlu systur Jo-vicious-ar, en við hittum þær báðar á laugardaginn. Litla systirin vinnur á leikskóla og ber þ.a.l. með sér alla vírusa bæjarins hvert sem hún fer. Ógeðslegt. Fólk sem vinnur á leikskóla á að vera í sóttkví þegar það er ekki að vinna.
Já líka þú Bedda.
<< Home