Harmsögur ævi minnar

25.2.03


Bandvefsmyndun í gömlum merum (don't get smart now - ég er ekki að tala um mig)

Charlotta æðislega vinkona mín kemur heim um páskana JIBBÍ!!!
Svo er nú gaman að segja frá því að hún ætlar að gera doktorsverkefnið sitt í dýralækningum um bandvefsmyndun í leginu hjá gömlum merum.
Ég spurði nú Chazz hvað bandvefur væri og þá er það víst húðin sem kemur þegar maður fær ör. En ef hann myndast í leginu á blessuðum merunum þá geta þær ekki eignast folöld.
Sem er slæmt og löngu tímabært að einhver fari að athuga þetta mál.