LEIÐRÉTTING
Hæstvirtur bjórmálaráðherra hefur bent mér á fáránleika spurningar minnar hér fyrir neðan. Ég verð bara skella skuldinni á langvarandi daglega brennivínsneyslu og almennt febrúarþunglyndi. Ég skal því umorða: Af hverju er Rh + algengara (N.B. hjá ÖLLUM) en Rh - ?? Og hvaða máli skiptir þetta annars?
Takk fyrir og afsakið enn og aftur heimskuna, en eins og ég var áður búin að útskýra eru forfeður mínir og -mæður eintómir niðursetningar, ómagar og geðsjúklingar svo það er kannski ekki við miklu að búast af manni.
<< Home