Nú er ég alveg búin á líkama og sál, get ekki setið kyrr (eða staðið ef því er að skipta) í fimm mínútur án þess að sofna. Þetta er farið að minna ískyggilega mikið á ár mín í Menntaskólanum í Reykjavík. Þar var einmitt mikið sofið en lítið lært, og árangurinn eftir því. Ég þrái þá andlegu örbirgð sem stanslaust sjónvarpsgláp veitti mér einu sinni. Þá gat maður dreift huganum almennilega og þurfti aldrei að hugsa neitt. Nú er ég ekki með sjónvarp og er þess vegna dæmd til að sullast í sjálfsvorkuninni. Vei mér. Mín næstu áform eru að stofna hvíldarheimili/heilsuhæli fyrir örþreytta stúdenta. Leirböð og nudd og svona. Á eyju í Kyrrahafi. Djöfull væri nú ljúft að stinga af í eins og mánuð.
18.2.03
Gotterí
Dlisted
Dúnja
Geimveran Tjess
Gott grín grín
Guðrún
Helga Þórey
PalliH
Sigurbjörn
Snilldur
STFU, Parents
Tinna Blaha
TinnaDK
Vegið úr launsátri
Fyrri færslur
- Aaaahh djöfull hlakka ég til að horfa á e-a grútle...
- Djöh...! Aftur fjórir dagar á milli blogga! Ég e...
- Jæja, eyddi svolitlu í IKEA og er bara ekki frá þv...
- Jæja... nú er svo komið að ekki einu sinni beikon ...
- Þá er búið að setja nýja fyllingu í tönn dauðans. ...
- GLUTTONY Guð er byrjaður að refsa mér fyrir syndi...
- Ætli maður blaðri ekki eitthvað. Ég verð nú að se...
- Svo vil ég hvetja alla til að skrifa í gestabókina...
- Ég hef verið að velta því fyrir mér undanfarið hva...
- Þá er að byrja ótrúlega skemmtilegt tímabil í Hásk...
<< Home