Harmsögur ævi minnar

18.2.03

Nú er ég alveg búin á líkama og sál, get ekki setið kyrr (eða staðið ef því er að skipta) í fimm mínútur án þess að sofna. Þetta er farið að minna ískyggilega mikið á ár mín í Menntaskólanum í Reykjavík. Þar var einmitt mikið sofið en lítið lært, og árangurinn eftir því. Ég þrái þá andlegu örbirgð sem stanslaust sjónvarpsgláp veitti mér einu sinni. Þá gat maður dreift huganum almennilega og þurfti aldrei að hugsa neitt. Nú er ég ekki með sjónvarp og er þess vegna dæmd til að sullast í sjálfsvorkuninni. Vei mér. Mín næstu áform eru að stofna hvíldarheimili/heilsuhæli fyrir örþreytta stúdenta. Leirböð og nudd og svona. Á eyju í Kyrrahafi. Djöfull væri nú ljúft að stinga af í eins og mánuð.