Harmsögur ævi minnar

17.2.03

Aaaahh djöfull hlakka ég til að horfa á e-a grútleiðinlega þriggja tíma artí fartí ítalska bíómynd á eftir... einmitt það sem maður nennir að gera á mánudegi dauðans. Ég vil bara liggja fyrir a.m.k. fram á miðvikudag. Legg til að það verði svissað á dögum þ.e.a.s. að helgarnar verði fimm dagar og aðeins tveir virkir dagar í viku. Maður er nefnilega oft svo þreyttur. Hvað er ég að segja? Ég er í skóla og get bara skrópað!!!