Harmsögur ævi minnar

13.2.03

Jæja, eyddi svolitlu í IKEA og er bara ekki frá því að mér líði betur. Ég veit samt sem er að þetta er hamingja sem á ekki eftir að vara lengi, eða u.þ.b. þangað til ég skoða VISA-yfirlitið á netinu. Ég verð því að leita annarra leiða til að finna týndu gleðina. Góður matur og sælgæti klikkar aldrei, best að snúa sér að því af fullum krafti.