Þá er að byrja ótrúlega skemmtilegt tímabil í Háskólanum: KOSNINGAR!!!
Það er ekkert eins skemmtilegt og að fylgjast með stúdentapólitíkinni á vorin. Öll dagblöð landsins fyllast af greinum frá uppskrúfuðu og ömurlegu liði um það hvernig þau ætla að bjarga Háskólanum á undraverðan hátt og hvað hinn flokkurinn er nú búinn að standa sig illa. Ég verð nú að játa það að ég sé engan grundvallarmun á baráttuefnum þessara hópa. Það ætla nefnilega allir að:
Hækka námslán.
Auka framboð af stúdentaíbúðum.
Auðvelda börnum stúdenta að komast inn á leikskóla.
Gera Háskólann að fjölskylduvænu samfélagi.
Auka námsframboð.
O.s.frv. o.s.frv.
En þetta á að takast án þess að innheimta skólagjöld við HÍ. Ég veit semsagt ekki hvaðan peningar eiga að fást til að framkvæma þessa hluti. Enda virðist manni sem þessar stjórnir geri yfirleitt voða lítið annað en að stofna e-r nefndir sem svo gera ekki neitt. Og þó - það eru nú haldin nokkur bjórkvöld þar sem Vöku-liðar fá að fara í jakkaföt og hinir róttæku Röskvu-liðar í lopapeysurnar sínar.
Ég las nú í e-m háskóla flyer að von væri á nýju framboði þetta árið...við bíðum spennt.
<< Home