Harmsögur ævi minnar

30.1.03

Vissuð þið að Viggo Mortensen er fæddur 1958?!? Hann er eldri en mamma!!!
Orlando Bloom aftur á móti er jafngamall mér og rétt rúmlega 1,80 á hæð. Semsagt fullkominn fyrir mig. Hann er meira að segja nýbúinn að eiga afmæli. Verst þykir mér þó að drengurinn virðist ekki vera með almennilega skeggrót - það er náttúrulega atriði sem þarf að vera í lagi! Ég þoli sko engan mjúkan gelgjuhýjung. Ógeðslegt þegar drengir eru með unglingamottuna langt fram eftir aldri. Minn maður þarf að vera með þétta og grófa rót, líka undir neðri vörinni.

Þó er ég tilbúinn að gera undantekningar í einstaka tilfellum......