Harmsögur ævi minnar

28.1.03

Ég vil beina því til háttvirts bjórmálaráðherra að ég horfi ekki lengur á hina botnlausu áströlsku snilld; granna þá er við ná eru kenndir, né nokkuð annað þar sem Eggertsgatan er sjónvarpslaust heimili. Eina sem við sjáum þessa dagana eru ótrúlega menningarlegar svarthvítar bíómyndir frá fimmta og sjötta áratugnum í kúrs um ítalskar bíómyndir. Það er semsagt búið að útrýma allri lágkúru úr okkar lífi og eyðum við nú síðkvöldum í það að lesa Þórberg, finna villur í Orðabók Menningarsjóðs og kveðast á.
Or almost.