Harmsögur ævi minnar

17.1.03

Jæja loftlaust á helvítis bílnum í dag eina ferðina enn. Nú er ég búin að fá nóg. Auglýsi hérmeð til sölu æðislegan Lancer '91, fagurrauðan, fjórhjóladrifinn með góðri vanillulykt og auka dekkjasetti. Selst hæstbjóðandi og fylgir bjórkippa með í kaupbæti.
Er núna að fagna fyrirfram sölu á druslunni ein ofan í rauðvínsflösku. Fyllibyttukærastinn minn er meira að segja búinn að fá nóg af þessu eymdarfylleríi og neitar að taka þátt í þunglyndinu. Oh well. Ég get sko alveg drukkið ein.