Ég er svooo glöð að vera komin með alnet heim til mín að það er ekki eðlilegt. Við erum reyndar búin að vera með aðgang að háskólanetinu í nokkra daga en það er nú takmarkað fjör þar. Samt tók ég heilt kvöld í það að éta ís og skoða heimasíður nemenda. Sad part is að það var ekki einu sinni fólk sem ég þekkti eða neitt. Bara eitthvað fólk. Myndir af fjölskyldunum þeirra og úr brúðkaupum og svona... margt af þessu fólki er líka löngu útskrifað eða jafnvel dáið.
Ótrúlega skrýtið samt að sjá e-r fæðingarstofumyndir og svona af e-u fólki. Mér finnst það nú soldið persónulegt sko. En kannski er heldur ekkert ætlast til þess að e-r jón útíbæ sé að forvitnast svona. En ég myndi ekkert endilega setja svona slímugar fylgjufæðingarmyndir á netið. Það er nú barasta ógeðslegt! Og fyrst við erum nú komin í þá sálma þá á ekkert að taka ljósmyndir af fylgjum... hvort sem þær eru að fæðast eða ekki.
<< Home