Harmsögur ævi minnar

8.1.03

Heyrðu.... fíni sófinn sem ég keypti maður! Pullurnar duttu úr honum í gær þar sem Þorvaldur og Guðbjartur voru að bera hann inn í nýju íbúðina, og viti menn... hann er bara blóðugur undir pullunum!!! Mamma heldur að hann hafi verið í íbúð á Leifsgötunni því það er alltaf verið að myrða fólk þar. Svo kom Óli í heimsókn og sagði að þegar við færum fram á næturnar þá sæti e-r draugur með hníf í sér í sófanum... og nú á ég aldrei eftir að þora að fara á klósettið eftir sólsetur. Jæja hann kostaði nú svo lítið. Beggars can't be choosers.