Harmsögur ævi minnar

2.1.03

Ég verð að flytja inn í Reykjavík bráðum.... þessi bévítans bíldrusla er alveg komin á síðasta snúning og óvíst hvort kvikindið á eftir að virka í vetur. Best að hringja í fólkið hjá Stúdentagörðum á morgun og sjá hvenær holan losnar. Verst að þar veit aldrei neinn neitt og getur ekkert gert. Væri þá ekki bara ráð að ráða einhvern sem eitthvað kann og getur gert eitthvað? Ótrúlegt bjargarleysi alltaf hjá þessum skrifstofublókum hjá Háskólanum.
Vil annars nota tækifærið og þakka Jójó og sambýlismanni hennar fyrir þrusugott stuð á gamlárskvöld. Þetta verður að endurtakast bráðlega. Bjórmálaráðherra fær aftur á móti skömm í hattinn fyrir að allt fjör skyldi vera búið hjá honum mjöööög snemma kvölds þegar undirrituð ásamt unnusta og tveimur öðrum rónum ætlaði að kíkja í partý. Það var nú gamlárskvöld for crying outloud!!!