Harmsögur ævi minnar

14.12.02

Það ættu allir alltaf að vera í fríi í desember. Þetta er fúll mánuður - annaðhvort er maður að vinna allan sólarhringinn eða í einhverjum andskotans prófum. Þetta er auðvitað ekkert líf. Það á bara að slökkva á þjóðfélaginu í desember svo enginn þurfi að stressa sig. Kaffihús mega samt vera opin... þau myndu náttúrulega stórgræða ef enginn væri í vinnunni og allir væru bara að slæpast.