Mamma var að láta mig hafa ættartalið mitt lengst aftur í rassgat. Mér finnst yfirleitt mjög gaman að grúska í svona hlutum en mér var nú hreint ekki skemmt þegar ég kíkti á þetta. Meðal forfeðra og -mæðra minna eru:
Einar Magnússon, 1857, sveitarómagi á Valþjófsstöðum.
Jórunn Jónsdóttir, 1796, fátæklingur á Steinum í Suðursveit.
Guðmundur Bjarnason, 1799, niðursetningur í Ásmúla, Ássókn.
Þetta getur hreinlega ekki verið! Af mörg hundruð manns var bara einn lögréttumaður og einn kirkjumeðhjálpari. Það var nú það besta sem ég fann. Engir fógetar eða forsetar... PUH! Ég verð nú að hringja í þessa svokölluðu "Íslendingabók", þar vinnur greinilega fólk sem ekki er starfi sínu vaxið!
<< Home