Gleymdi að segja að ég gerði mig að algjörum hálfvita uppi í skóla um daginn. Ég var semsagt geðveikt að flýta mér út úr einni stofunni, greip úlpuna mína, trefilinn, vettlingana og húfuna, henti skólatöskunni á bakið, var með fartölvuna í fanginu og tók svo á geeeðveikan sprett. Það vildi þó ekki betur til en svo að trefilsandskotinn lufsaðist niður og tróð sér undir skóinn minn; ég steig á hann, flaug beint upp í loft og PLAMM! Eins og algjöööör bjáni beint á rassgatið. Ég sýndi þó ótrúlegt snarræði í loftinu - náði að snúa mér aðeins á hlið og forða þannig fartölvunni frá bráðum bana.
Það voru nú sem betur fer ekki margir sem sáu þetta en þeir sem voru viðstaddir hlógu mikið og hátt.
<< Home