Harmsögur ævi minnar

29.12.02

Jæja....versti bloggari ever ætlar nú að reyna að vera samviskusamari. Hef eiginlega ekkert komist í tölvuna því út um allt hús eru skálar með Nóa konfekti sem láta mann éta sig og þá gleymir maður að maður ætlaði í tölvuna. Annars búið að vera fyllerí á fólki þessa síðustu daga. Unnustinn íhugar nú að senda mig í meðferð; finnst ég e-ð vera farin að halla mér ótæpilega að flöskunni. Það væri nú svosem ekkert vandamál ef leigubíll inn í Hafnarfjörð kostaði ekki fokking kr. 2040.- eins og ég komst að í nótt!!! Þetta verður hins vegar ekki vandamál eftir áramót þegar ég flyt í nýja fína stúdentagarðinn minn og get labbað heim úr bænum. Ég er búin að velja parket og flísar og blöndunartæki og konan hjá Félagsstofnun Stúdenta lofaði mér því að það yrði búið að ganga frá öllu áður en við flytjum inn. Ta ta.