Ég hélt að ég hefði drepist og farið til andskotans þegar ég heyrði "Hugurinn fer hærra", hið stórkostlega ömurlega jólalag með Íslensku "Dívunum". Skildi ekki og skil ekki enn hvað mótíverar fólk til þess að framleiða svona rusl...og hvað þá pakkið sem hlustar á þetta! En eníhú... Heyrði ENN ömurlegra jólalag í gær - og sá myndbandið með því. Þar var á ferðinni okkar ástkæra Helga Möller með grúppu af jólasveinum. Lagið er semsagt "Jólasósan", eða glataða Ibiza tómatsósulagið þarna með spænska hálfvitastelputríóinu, sem er búið að setja íslenskan texta á og breyta (eins og Íslendingum er einum lagið...) í jú, jólalag. Svo í ofanálag voru e-r krakkaræflar látnir dansa í myndbandinu trademark dansinn og önnur eins kóreógrafía hefur nú bara ekki sést síðan Þorvaldur Konráðsson dansaði nektardans í Hljómskálagarðinum. Þetta er nú það ódýrasta sem ég hef heyrt og séð lengi, aumingja fólkið sem þarf að fara með börnunum sínum á jólaball þetta árið og dansa þennan ömurlega dans. Ef börnunum finnst þetta þá skemmtilegt á annað borð, ég myndi nú gefa þeim meira kredit...
Jæja þarf að preppa mig fyrir Nágranna, seesya.
<< Home