Harmsögur ævi minnar

30.12.02

Jæja þá er árið 2002 að renna sitt skeið á enda. Good riddance segi ég nú bara og reyndar fleiri sem ég þekki. Svona er þetta bara, sum árin góð og önnur ekki. Það verður að hafa það. Það er bara um að gera að hella duglega í sig annað kvöld og langt fram á næsta dag og byrja nýja árið með góðu djammi (og væntanlega ógeðslegri þynnku í kjölfarið). Verst að Nonni er ekki opinn á nýársnótt... það væri náttúrulega snilld að byrja 2003 með sveittum beikondrjóla með auka sósu.
Nýársheitið mitt var reyndar að stunda hollara líferni, borða hollari mat og jafnvel hreyfa mig eitthvað en núna þegar áramótin nálgast óðfluga sé ég geðveikt eftir því. Þetta var góóóð hugmynd í október en núna... tjah! Sjáum til. Ég fer a.m.k. ekki á einhverja hálfvita líkamsræktarstöð í spandexgalla. Kannski nenni ég að labba niður að tjörn og gefa öndunum. Ah well, GLEÐILEGT ÁR!!!!