Harmsögur ævi minnar

3.1.03

Jæja, ætli það sé ekki best að opna eina rósavín og sulla í sig svo maður þurfi ekki að hafa áhyggjur af því hvað maður er skítblankur.... nenni ekki að pirra mig á því, neibb, þá er nú betra að vera fullur. Rosalega verður gaman í júní að byrja að vinna og geta keypt sér eitthvað fallegt.
Ég má samt ekki vera mjög full í kvöld. Þá kannski lendi ég aftur í því að ætla að þrífa af mér maskarann með eye-make-up removernum mínum en setja í staðinn naglalakkshreinsi í bómullina og skella í augað á mér. Boy did that burn.